Reglugerð Heilsusjóðs STF

Reglugerð Heilsusjóðs STF.

1. gr. Tilgangur Heilsusjóðs.
Meginverkefni Heilsusjóðs er að veita félögum aðildarfélaga STF styrki til heilsueflingar.

2. gr. Fjármögnun Heilsusjóðs.

Sjóðurinn er fjármagnadur með framlagi frá aðildafélagsgjöldum og Sjúkrasjóði STF. Stofnframlag hans frá Sjúkrasjóði STF er 40 milljónir króna.

Ár hvert leggur Sjúkrasjóður til urn 5 milljónir króna og að auki rennur í sjóðinn upphæð sem nemur 566 krónum af aðildarfélagsgjaldi hvers félaga. Þar af er sértæk 300 króna hækkun á aðildarfélagsgjaldi sem er eyrnamerkt sjóðnum.

3. gr. Stjórn Heilsusjóðs.
Stjórn Sjúkrasjóðs fer með málefni Heilsusjóðs.

4. gr. Úthlutun og greiðslufyrirkomulag.

Greitt er fyrir árskort eda árshlutakort í viðurkenndum líkamsræktarstöðvum, sundstöðum,
skíðastöðum og fleiri íþróttum sem stuðla að heilsueflingu, skv. sérstökum lista Heilsusjóðs.

Félagi sem verið hefur í aðildarfélagi STF í samfellt 6 mánuði getur fengið styrk úr sjóðnum, allt að 35.000 krónur á hverju 12 mánaða tímabili, þó að hámarki 75% af reikningi.

Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna kaupa á klippikorti eða stökum tímum.

5. gr. Umsóknir um styrk úr sjóðnum.

Umsóknir um styrk úr Heilsusjóði eru gerðar á rafrænu formi í gegnum „Mínar síður“ á vef STF. Umsókn skal skila inn ásamt gögnum fyrir 20. Hvers mánaðar. Styrkir eru greiddir út síðasta virkan dag hvers mánaðar.

Greiðslukvittun skal fylgja umsókn og má hún ekki vera eldri en 6 mánaða gömul. Greiðslukvittun þarf að vera með stimpli, nafni og kennitölu.

6. gr. Varðveisla Heilsusjóðs.

Heilsusjóður er viðauki Sjúkrasjóðs STF. Stjórnir STF og Sjúkrasjóðs sjá um varðveislu hans. Heilsusjóður lítur sömu lögmálum og Sjúkrasjóður gagnvart uppgjöri og endurskoðun reikninga.

7. gr. Endurskoðun á reglugerð Heilsusjóðs.
Reglugerð þessari má breyta a löglega boðuðum stjórnarfundi STF.

Stofnun Heilsusjóðs var samþykkt á fundi Stjórnar STF, þann 25. nóvember 2022. Reglugerð þessi tekur gildi frá 1. janúar 2023. Rafræn samþykkt Stjórnar STF (tölvupóstur) skal fengin á reglugerðina og send forseta STF, eigi síðar en 20. desember 2022. Reglugerðin verður síðan lögð fyrir Stjórnarfund STF þann 24. febrúar 2023, til formlegrar staðfestingar.

Skoða á PDF formi