Lög Stjórnendafélagsins Jaðar Akranesi.
1.Kafli, Um félagið og félagsmenn.
1.grein
Félagið heitir Stjórnendafélagið Jaðar. Skammstafað SFJ. Starfssvæði félagsins er frá Kjalarnesi og að Borgarnesi.
2.grein
Félagið starfar innan vébanda Samband Stjórnendafélaga og lýtur lögum þess og fyrirmælum.
3.grein
Tilgangur félagsins er:
- Að vera skipulagsbundið stéttarfélag stjórnenda á félagssvæðinu án stjórnmála afskipta
- Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi atvinnuskilyrði, launakjör og önnur hagsmunamál og koma í veg fyrir að réttur þeirra sé fyrir borð borinn
- Að vinna að aukinni menntun , verkhæfni, og framförum meðal félagsmanna, meðal annars með því að styrkja félagsmenn til aukinnar menntunar og stuðla að því að auka möguleika félagsmanna á að nýta sér það námsefni sem í boði er .
- Að vinna að orlofsmálum félagsmanna með það að markmiði að auka þá möguleika sem félagsmenn hafa á að njóta orlofs.
- Aðstoða félagsmenn í atvinnuleit og veikindum
4.grein
Félagar geta verið :
Sem eru starfandi stjórnendur sem eru að staðaldri eða í árstíðarbundu starfi.
5.grein
Inntökubeiðni í félagið sé á sérstökum eyðublöðum, þær skulu afhentar eða sendar til stjórnar félagsins og taka þegar gildi er þær samræmast lögum þess að mati stjórnarinnar.
6.grein
Félagsgjaldi má ekki breyta nema á aðalfundi, gjaldið skal ákvarðast sem föst krónutala .
Félagsmenn á eftirlaunum eru gjaldfríir.
Þá skulu félagsmenn sem hafa ekki lengur bætur úr sjúkrasjóði vegan sjúkdóms eða slysa vera gjaldfríir þar til þeir hefja störf að nýju.
Gjaldfríðindi skerða ekki félagsréttindi.
7.grein
Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og tilgreina ástæður sem samrímast samningum og lögum félagsins og að viðkomandi sé skuldlaus við sjóði þess.
2.kafli Um réttindi félagsmanna og skyldur. Réttindamissi og brottvikningu.
8.grein
Réttindi félagsmanna eru málfrelsi , tillöguréttur og atkvæðisréttur samkvæmt fundarsköpum félagsins.
9.grein
Ef ágreiningur verður á milli atvinnurekenda og stjórnenda um atvinnumál, getur viðkomandi félagsmaður lagt málið fyrir stjórn félagsins , skal stjórn eða sáttanefnd þá þegar athuga málið og reyna að miðla málum á þann hátt að stjórnandinn tapi ekki vinnunni, ef lausn næst ekki skal stjórnin visa því til STF til úrlausnar.
10.grein
Skyldur félagsmanna eru:
- Að hlýða fyrirmælum félagsins, lögum þess, reglugerðum og samningum í öllum greinum.
- Að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið.
- Að fylgjast með að áskilin gjöld séu greidd til félagsins.
- Að halda öllu sem gerist á fundum félagsins stranglega innan vébanda þess ef stjórnin æski þess.
11.grein
Þegar einhver félagsmaður hefur gengt sama trúnaðarstarfi fyrir félagið tvö kjörtímabil getur hann skorast undan endurkjöri til þess starfs í janf langan tíma.
12.grein
Hverfi félagsmaður að öðru starfi en stjórnun ,lengur en eitt ár skal hann ekki hafa atkvæðisrétt um málefni félagsins þar til hann hefur gerst stjórnandi á ný.
Þá er litið svo á að hann sé ekki félagi lengur eg ekki berast greiðslur af honum í eitt ár þó að úrsögn hafi ekki borist til stjórnar.
13.grein
Falli grunur á félagsmann um að hann hafi gerst sekur í að vinna gegn stefnu félagsins , samþykktum eða samningum skal stjórn félagsins, eða nefnd sem til þess er skipuð rannsaka málið eins og kostur er.
Verði sekt hans sönnuð skal stjórnin ræða málið við hann og gefa honum skriflega áminningu, ef áminningin ber ekki árangur skal stjórn leggja málið fyrir félagsfund sem tekur ákvörðun um réttindamissi eða brottvikningu úr félaginu. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í máli sem þessu. Tilkynning um brottvikningu skal vera skrifleg, heimilt er að taka viðkomandi í félagið aftur ef hann hefur bætt fryrir brot sín að mati stjórnar.
14.grein
Félagsmönnum er óheimilt að ganga inn á verksvið hvers annars á einn eða annan hátt og ekki má bjóða hvorn annan frá verki með lægri launaboðum.
15.grein
Félagsmenn eru algjörlega hlutlausir í öllum kaupdeilum milli vinnuveitenda og undirmanna sinna, hvort sem um er að ræða verkföll eða verkbönn.
En skylt er hverjum félagsmanni að gæta þeirra verðmæta sem hann hefur umsjón með og verja þau skemmdum eftir eigin getu, ákvæði þessara greinar skerða ekki verkfallsrétt stjórnanda .
3.kafli. Um stjórn félagsins og störf hennar.
16.grein
Aðalstjórn félagsins er skipuð fjórum mönnum og einum til vara, formanni, varaformanni, ritara og gjaldkera ,skulu vera kosnir á aðalfundi skriflegri kosningu ef óskað er, hver fyrir sig. Einnig skulu kosnir á sama hátt varamaður og tveir skoðunarmenn reikninga. Ennfremur skal á aðalfundi kjósa þrjá fulltrúa í Orlofshúsanefnd til eins árs í senn.
Á aðalfundi skal kjósa aðal og varamann í stjórn Samband stjórnendafélaga.
Kjörtímabil aðalstjórnar er tvö ár , þannig að annað árið er kosið um ritara formann og varamann, en hitt árið um gjaldkera og varaformann.
17.grein
Formaður félagsins er forseti stjórnar og jafnframt framkvæmdastjóri félagsins.
Hann hefur eftirlit með því að þeir sem kostnir hafa verið til trúnaðarstarfa fyrir félagið gegni skyldum sínum við það, formaður boðar til funda og stýrir þeim.
18.grein
Ritari heldur gjörðabók og skrásetur í hana stuttorðar og hlutlausar skýrslur um það sem fer fram á fundum félagsins og undirritar hana ásamt formanni , hann annast bréfaskriftir fyrir stjórnina og birtir félagsmönnum bréf og tilkynningar.
19.grein
Gjaldkeri heldur félagaskrá , hann innheimtir öll áskilin gjöld til félagsins, og greiðir öll tilskilin útgjöld félagsins eftir ávísun formanns. Hann setur upp ársreikninga og afhendir þá skoðunnarmönnum félagsins minnst tveim vikum fyrir aðalfund.
Reikningsár félagsins er almanaksárið .
20.grein
Skylt er stjórninni að leggja öll mikilvæg mál fyrir félagsfund,svo sem mál er varðar samninga við önnur félög eða einstaklinga og einnig ef um þýðingarmikil atvinnumál er að ræða. Stjórnin ber að aðstoða félagsmenn í atvinnuleit,
4.kafli. Um fundarhöld o.fl.
21.grein
Aðalfundur skal halda fyrir mars lok ár hvert. Hann er löglegur ef boðað er til hans skriflega með sjö daga fyrirvara , takist ekki að ljúka aðalfundarstörfum skal boða til framhaldsaðalfundar á sama hátt og fyrr segir, innan þriggja vikna.
22.grein
Á aðalfundi skal kjósa fundarstjóra úr hópi fundarmanna , hann stýrir umræðum og kosningum samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá , hann unirritar fundargerðir ásamt ritara. Almenn fundarsköp gilda á fundum félagsins nema annað verði ákveðið með reglugerð.
23.grein
Meðal dagskrárliða á aðalfundi skal stjórnin gera grein fyrir starfi stjórnarinnar á síðasta reikningsári og leggja fram endurskoðaða reikninga fyrir alla sjóði félagsins.
Fastanefndir skila skýrslum um störf sín.
Sé fyrirhuguð lagabreyting skal þess getið í fundarboði ásamt öðrum fundarefnum.
Lagabreytingar félagsins eru einungis afgreiddar á aðalfundi.
24.grein
Fundi skal halda svo oft sem stjórninni þykir ástæða til eða þegar minnst 15 félagar æskja þess skriflega og tilgreina fundarefnið, ber þá stjórninni að boða til fundar innan þriggja vikna frá því að óskin berst ,sömu reglur gilda um fundarboð og á aðalfundi.
25.grein
Stjórnarfundir skulu haldnir reglulega , minnst sex sinnum á milli aðalfunda.
Formaður skal ávalt leggja fram ákveðna dagskrá og málin rædd og afgreidd skipulega samkvæmt henni .
5.kafli. Um gjaldheimtu,niðurlagsákvæði o.fl.
26.grein
Félagsgjöld ber að greiða mánaðarlega, félagsmönnum ber að fylgjast með því hvort vinnuveitendur þeirra uppfylli skyldu sína í þessu efni.
27.grein
Stjórninni er heimilt að velja heiðursfélaga úr hópi félagsmanna sem hafa unnið félaginu sérstakt gagn, með miklu og fórnfúsu starfi, eða með öðrum verðleikum.
Heiðursfélagar skulu aldrei vera fleiri en fjórir hverju sinni. Þeim skal afhenda heiðursskjal og eða heiðursmerki eftir nánari ákvörðun með reglugerð.
Heiðursfélagar eru undanþegnir gjaldskyldu en halda öllum félagsréttindum . Félagssjóður greiðir gjöld af þeim til STF eins og öðrum félagsmönnum sem eru undanþegnir gjaldskyldu.
28.grein
Tillaga um samruna eða samvinnu félagsins við annað eða önnur félög eða slit á slíku samstarfi þarf sömu meðferð og lagabreytingar.
29.grein
Ekki er hægt að leysa félagið upp eða leggja starfsemi þess niður ef 5 félagar eða fleiri óska eftir að halda starfsemi þess áfram. Verði félagið hinsvegar lagt niður og starfsemi þess hætt, skal afhenda STF allar eignir félagsins til varðveislu.
Verði félagið ekki endurreist, eða annað stofnað á félagssvæðinu innan fimm ára renna eignir alfarið til STF samkvæmt lögum þessum.
6.kafli. Um ágreining
30.grein
Komi upp ágreiningur innan félagsins um túlkun á lögum þessum er heimilt að leita lögfræðilegs úrskurðar STF um málið
Ekki má breyta þessum lögum úr þeim fella , né þau auka nema á löglegum aðalfundi félagsins.
Þannig samþykkt á aðalfundi Stjórnendafélagi Jaðar Akranesi þann 20.mars 2017.