Orlofshús

Orlofshúsavefurinn

Vinsamlegast athugið eftirfarandi:

  • Leigutaki ber fulla ábyrgð á umgengni og búnaði hússins á leigutíma.
  • Leigutaki skuldbindur sig til að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum í húsinu á leigutíma.
  • Leigutaki þarf að sjá um að húsið sé vel þrifið við brottför, sé því ábótavant áskilur Jaðar sér rétt til að innheimta sérstakt gjald fyrir þrif.
  • Gerist leigutaki brotlegur á áðurtöldum atriðum verður sendur reikningur fyrir þrifum og/eða skemmdum og er gjaldfrestur reiknings 15 dagar. Sé reikningur ekki greiddur innan tiltekins frests verður reikningurinn sendur í innheimtu hjá lögfræðingi með tilheyrandi kostnaði.

Umgengnisreglur í orlofshúsum

  1. Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.
  2. Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón, sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutíma.
  3. Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi, ræsta húsið við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað.
  4. Leigjandi skal koma til dvalar í húsinu á skiptidegi (nánar í athugasemdum).
  5. Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, viskastykki, sængurver, lök og koddaver.
  6. Dvalargestir eru beðnir um að forðast hávaða með bílaumferð á orlofshúsasvæðinu.
  7. Leigjandi skal ganga vel um staðinn og gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt.
  8. Ekki er leyfilegt að hafa með sér gæludýr í húsunum.
  9. Reykingar eru bannaðar innandyra.
  10. Grill og sólhúsgögn (þegar þau koma) skulu geymd í geymsluskúr og skal grillið þrifið eftir notkun.
  11. Bannað að fara með rúmdýnur út.

Nánari upplýsingar (læst síða)