Kæru félagar.
Sumarúthlutun hjá Stjórnendafélaginu Jaðar hefst 15.mars og stendur til 28.mars. Á þeim tíma er hægt að sækja um orlofshúsið okkar Norðurás 9 í Svínadal. Það er gert með því að fara inn á Orlofsvefinn Frímann og skrá sig inn á rafrænum skilríkjum. Notast verður við punkta við úthlutun. Sumarleiga er frá föstudegi til föstudags á tímabilinu 27.maí – 2.sept 2022.
Leiguverð verður 34.000- fyrir vikuleigu.
Hér er hlekkur inn á umsókn.
https://www.orlof.is/vssi/site/apply/apply.php
Við sendum svo á ykkur tölvupóst með ef þið fenguð úthlutað með greiðsluupplýsingum. Greiðslufrestur er 5 dagar. Við komum til með að endurúthluta óseldum og ógreiddum vikum 3.apríl – 9.apríl ef þess gerist þörf.
15.apríl munu svo allar óseldar og ógreiddar vikur fara í opna sölu inn á Orlofsvefinn Frímann hjá öllum aðildarfélögunum og þá gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.
f.h Jaðars
Kristján Sveinsson formaður