Ágætu félagar,
Við viljum vekja athygli á nýju blaði frá Sambandi stjórnendafélaga sem hefur að geyma margar athyglisverðar greinar. Þar er m.a. fjallað um nýtt nafn félagsins og einkennismerki, en næstu 12 – 24 mánuði fer fram kynningarstarf vegna þess.
Einnig er vert að minnast á að kynningar- samskipta og framtíðarnefnd félagsins hefur komið fram með djarfar og framsæknar hugmyndir varðandi meginstarfsemi aðildarfélaganna. Nefndarálit hefur verið sent til stjórnar STF til frekari umræðu. Önnur mál sem brenna á félagsmönnum varðandi orlofsmál og menntamál eru einnig til umfjöllunar. Þá er 37. sambandsþingi í Stykkishólmi gert skil sem talið er hafa tekist einkar vel með jákvæðni og vinnusemi.
Eins og Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóri segir:
Búið er að skrifa undir við nýjan rekstaraðila á stjórnendanáminu okkar og var það gert 1. júní sl. við Háskólann á Akureyri (HA) en Nýsköpunarmiðstöðin sá um námið fyrir okkur áður og vil ég þakka þeim fyrir samstarfið á liðnum árum. Einnig erum við með breytingar á framkvæmd námsins frá okkar hlið sem snýr að eftirliti svo öll viðmið og uppfært námsefni og endurnýjun sé gert eftir okkar gæðakröfum.
Einnig nefnir hann mikilvægi þess að aðildarfélögin nýti orlofshúsavefinn skynsamlega og taki þátt í þeirri vinnu. Hugsanlega verður skoðað í næstu launakönnun hver vilji almennra félagsmanna er varðandi þessi mál. Þess ber að geta að félagið okkar tekur með virkum hætti þátt í orlofshúsavefnum.
Að lokum er vert að minnast á nýjung fyrir stjórnendur, þ.e. „Mínar síður“ á vef STF sem getur sparað sporin og símhringingar og þannig auðveldað mönnum að fylgjast með sínum málum.
Sumarkveðjur,
– Stjórnin