Á nýjum vef STF mun verða mögulegt að gera ýmsa hluti.
Greiðslur
Félagsmenn geta séð yfirlit yfir greiðslu félagsgjalda.
Hér er t.d. hægt að sjá hvort atvinnurekandi hefur skilað lögbundnum gjöldum til félagsins.
Þetta er mikilvægt og nýtt.
Ef ekki er greitt, þá eiga eiga félagsmenn ekki réttindi hjá sjóðunum.
Styrkir – yfirlit
Hér geta félagsmenn séð yfirlit yfir sín réttindi til að sækja um styrki.
Á yfirlitssíðu er listi yfir þá styrki sem félagsmaður hefur réttindi til að sækja um ásamt stöðu sinni hafi hann þegar nýtt sér hluta af viðkomandi styrk.
Styrkir – Umsókn
Með því einfaldlega að smella á hnappinn “Sækja um styrk” opnar félagsmaðurinn einfalt umsóknarform sem hann fyllir út í.
Umsóknin er send rafrænt í félagakerfi STF og er afgreidd þar.
Þetta gerist allt í rauntíma.
Þetta er örugg tenging.
Yfirlit yfir eldri styrki
Félagsmenn geta einnig séð yfirlit yfir eldri styrki ásamt stöðu þeirra.
Þannig er hægt að sjá stöðu styrkja sem búið er að sækja um og skoða hvaða styrki félagsmaður hefur nýtt.
Afslættir
Ný og betri afsláttasíða.
Yfirlit yfir þá afslætti og sérkjör sem félagsmenn STF geta nýtt sér með framvísun félagsskírteinis.
Félagsmaðurinn
Félagsmenn geta auðveldlega breytt skráðum upplýsingum.
Hér er mikilvægt að athuga hvort rétt netfang sé skráð og að bankaupplýsingar séu réttar.
Innskráning
Innskráning er á slóðinni thjonusta.stf.is. Auðkenning á félagsmönnum er í gegnum island.is með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í síma eða á korti.
Snjalltæki
Síðan verður aðlöguð að snjalltækjum.