Eggin hennar Lóu
Fréttir, Kjaramál, Kjarasamningar, Orlofsmál

Orlofs- og desemberuppbót, launahækkanir í maí og júni 2017

Við viljum minna á breytingar á orlofsgreiðslum í ár 2017.

Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2017 samkvæmt kjarasamningum.

√ Samkvæmt samningi við SA 46.500. kr.
√ Samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg 46.500 kr
√ Samkvæmt samningi við sveitarfélögin 46.500 kr.
√ Samkvæmt samningi við Ríkið 46.500. kr.
√ Orkuveita Reykjavíkur 46.500. kr.
√ Faxaflóahafnir 46.500. kr.

Desemberuppbót 2017

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðast við fullt starf er:

√ Samkvæmt samningi við SA 86.000. kr.
√ Samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg 94.300 kr
√ Samkvæmt samningi við sveitarfélögin 110.750 kr.
√ Samkvæmt samningi við Ríkið 86.000. kr.
√ Orkuveita Reykjavíkur 99.800. kr.
√ Faxaflóahafnir 94.300. kr.

Launahækkanir á árinu 2017.

√ Samkvæmt samningi við SA launahækkun 1.maí n.k. er 4,5%
√ Samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg launahækkun 1.júní n.k. tekur mið af nýrri launtöflu sem tekur gildi 1.júní 2017 – launatöfluna er að finna á heimasíðu VSSI
√ Samkvæmt samningi við sveitarfélögin launahækkun 1.júní n.k. er 2,5% sbr. meðfylgjandi launatöflu auk jöfnun á bilum milli launaflokka í launatöflu sbr.launatöflum sjá launatöflu í kjarasamningum frá 1.maí 2015 til 31.mars 2019.
√ Samkvæmt samningi við Ríkið 1.júní. Ný launatatafla. Við innröðun skal hverjum starfsmanni tryggð 4,5% launahækkun, samkvæmt bókun 3, í kjarasamning frá 19. Nóvember 2015.
√ Orkuveita Reykjavíkur launahækkun 1.maí n.k tekur mið af 4,5% hækkun á almennum launamarkaði (ASÍ), samkvæmt samkomulagi, þá munu samningsaðilar virða og fylgja eftir Rammasamkomulags, þ.m.t. ákvæðum um ,“Sameiginlega launastefnu til ársloka 2018“ minni á launaviðtöl starfsmanna við launafulltrúa OR.
√ Faxaflóahafnir launahækkun 1.júní n.k er 4,5%, ný launtafla skal liggja fyrir staðfest af báðum aðilum fyrir 1.maí 2017.