Afslættir, Félagið, Fréttir, Orlofsmál, Sumarbústaður

Orlofshúsavefur Frímanns

Nú höfum við tekið í gagnið þjónustu frá Frímann til að bóka sumarbústað og miðla ýmiss konar afsláttum og sérkjörum til félagsmanna.

Frímann % afsláttur

Bókunarkerfið sem opnast þegar smellt er á tengil til að bóka sumarbústað er einfalt og þægilegt í notkun.  Þar er hægt að velja úr mörgum gistimöguleikum út um land allt, en þar er einnig að finna sumarbústaðinn okkar á Norðurási 9 og mun hann vissulega áfram vera í okkar umsjá þó nú standi hann öllum félagsmönnum verkstjórasambandsins til boða.

Til þess að panta bústað eða gistingu er nauðsynlegt að skrá sig inn með auðkenni á borð við rafræn skilríki eða íslykli.  Þó er hægt að skoða dagatal sem gefur til kynna lausa daga án þess að vera innskráður.

Nú er einnig hægt að ganga frá greiðslu beint í gegn um greiðslusíðu Valitor og ganga frá öllum pöntunum rafrænt.

Ítarlegri leiðbeiningar um það hvernig vefurinn virkar er að finna hér og það er um að gera að kíkja á orlofshúsavefinn til að skoða hvað er í boði.

Bestu kveðjur, Stjórnin